Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jólaverslunin: Herraslaufurnar heitar í Krummaskuði
Það var góð stemmning á Þorláksmessu í Krummaskuði en þá var þessi mynd tekin.
Laugardagur 10. janúar 2015 kl. 11:20

Jólaverslunin: Herraslaufurnar heitar í Krummaskuði

„Jólaverslunin gekk nokkuð vel hjá okkur. Það er alltaf hugur í bæjarbúum um jólin og gaman að sjá hversu margir ákváðu að gera sér ferð til að kíkja á okkur jafnvel þó að allar jólagjafir væru komnar í hús. Margir komu bara til að upplifa stemninguna sem okkur þykir mjög vænt um,“ segir Sigrún Inga Ævarsdóttir, eigandi fataverslunarinnar Krummaskuðs við Hafnargötu í Reykjanesbæ.

Margir bæjarbúar lögðu leið sína í verslanir við Hafnargötu síðustu dagana fyrir jól og sérstaklega á Þorláksmessu. Krummaskuð þykir afar falleg og smekkleg verslun og þar seldust m.a. margir minni hlutir síðustu dagana. „Við seldum alveg óhemju mikið af herraslaufum og svo voru Thermo bollarnir frá Sveinbjörgu alveg ótrúlega vinsælir – kláraðist eiginlega allur lagerinn sem við áttum af þeim.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sigrún og Helga Björg, móðir hennar en MÝR vörunar sem hún hannar eru m.a. til sölu í Krummaskuði.