Jólaverslunargata í Eldey
Fimmtudaginn 10. desember næstkomandi ætla frumkvöðlar í Eldey að opna jólaverslunargötu í húsnæði sínu Eldeyjarstræti en þar munu gestahönnuðir og handverksfólk kynna hönnun sína auk þess sem vinnusmiðjur verða opnar.
Ýmiss tilboð verða í gangi þetta síðasta opna kvöld í Eldey fyrir jól og eru Suðurnesjamenn hvattir til þess að kynna sér fjölbreytta framleiðslu og njóta aðventunnar með hönnuðum og frumkvöðlum.
Húsið opnar kl. 18:00 og er opið til kl. 21:00. Eldey frumkvöðlasetur er að Grænásbraut 506, Ásbrú.,