Jólaundirbúningur á fullu
Síðustu daga hafa jólaskreytingar komið upp úr kössum og verið settar upp á viðeigandi staði. Reykjanesbær er duglegur að skreyta ljósastaura bæjarins.Skrautið er af ýmsum toga. Ljósaslöngur hafa notið mikilla vinsælda síðustu ár en þær eru án efa ekki auðveldasta skrautið. Þeir voru alla vega komnir í hálfgerða flækju þessir verktakar sem skreyttu ljósastaur við Hafnargötuna í Keflavík í gærdag.