Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jólatréssala styður samfélagsverkefni
Mánudagur 14. desember 2015 kl. 09:39

Jólatréssala styður samfélagsverkefni

Jólatréssala kiwanisklúbbsins Keilis opnaði í Húsasmiðjunni á Fitjum um síðustu helgi. Við það tækifæri afhentu kiwanismenn tvo styrki til samfélagsmála á Suðurnesjum.

Velferðarsjóður Suðurnesja fékk 100.000 krónur og sama upphæð var afhent Fjölskylduhjálp Íslands á Suðurnesjum. Sömu aðilar fengu einnig gjafabréf á jólatré.

Það voru þær Þórunn Þórisdóttir frá Velferðarsjóði Suðurnesja og Anna Valdís Jónsdóttir frá Fjölskyluhjálp Íslands sem tóku við styrkjunum og eru þær á meðfylgjandi mynd með Andrési Hjaltasyni frá kiwanisklúbbnum Keili. VF-mynd: Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024