Jólatréssala Kiwanisklúbbsins Keilis gengur vel
Jólatréssala Kiwanisklúbbsins Keilis í Reykjanesbæ hefur farið vel af stað að sögn forráðamanna klúbbsins en salan fer fram í Húsasmiðjunni í Njarðvík.
Þeir Halldór Guðmundsson og Erlingur Hannesson voru á fullu að sýna tré þegar fréttamann VF bar að garði. Það koma margir ár eftir ár og kaupa lifandi tré og styrja í leiðinni góðan málstað en allur hagnaður af jólatréssölunni hjá Keili fer til góðagerðamála. Þeir eru einnig með greinar til sölu og verðið á jólatrjánum er nánast það sama og í fyrra.
Það er opið virka daga kl.16-21 en kl.14-21 um helgar. Jólasveinar verða á ferðinni kl.15-17 í dag laugardag og á morgun sunnudag.
Úrvalið er gott hjá Keilismönnum. Norðmannsþynurinn er vinsælastur en í boði eru einnig rauðgreni og fura.