Jólatréð í Keflavík brotnaði í óveðrinu
Jólatréð á Tjarnargötutorgi í Keflavík brotnaði í óveðrinu sem skall á Suðurnesjum á fjórða tímanum í dag.Starfsmenn í Pulsuvagninum við Tjarnargötutorg urðu vitni að því þegar tréð brotnaði og sögðu það hafa gerst með miklum látum. Kveikja átti á trénu á morgun kl. 18 en ekki hafa fengist upplýsingar um hvort verði hægt að fá annað tré í stað þess sem brotnaði.