Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jólatré Reykjanesbæjar brotnaði í látunum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 11. desember 2019 kl. 09:51

Jólatré Reykjanesbæjar brotnaði í látunum

Það var ekki bara jólaatré Garðmanna sem féll því jólatréð á torginu við ráðhús Reykjanesbæjar brotnaði í gærkvöldi. Tréð kubbaðist í tvennt og stendur neðri helmingurinn enn uppi.Um er að ræða síðasta vinabæjartréð sem Reykjanesbær fékk að gjöf frá Kristiansand í Noregi. Að sögn Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra er leit hafin að nýju tré.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Björgunarsveitarfólk sinnti hátt í 100 verkefnum í óveðrinu í gær að því er kemur fram á Facebook síðu Lögreglunnar á Suðurnesjum. Lögreglan þakkar björgunarsveitum á Suðurnesjum fyrir frábært og óeigingjarnt starf í pistli sínum.