Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jólatónleikar Grindavíkurkirkju fara fram en spurningin er bara hvar
Kristján á nýju skrifstofunni í tollahúsinu við Tryggvagötu
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 16. nóvember 2023 kl. 10:49

Jólatónleikar Grindavíkurkirkju fara fram en spurningin er bara hvar

Kristján Hrannar Pálsson er organisti Grindavíkurkirkju og kórstjóri. Hann var mættur við opnun þjónustumiðstöðvarinnar í gamla tollhúsinu við Tryggvagötu í gær og er að undirbúa æfingar kirkjukórsins og barnakórs Grindavíkurkirkju, þar. Æfingar fyrir jólatónleikana þann 13. desember hafa staðið yfir síðan í september og þrátt fyrir stöðuna í Grindavík, munu tónleikarnir fara fram, bara spurning hvaða kirkja á höfuðborgarsvæðinu muni hreppa hnossið. Kristján var í spjalli við blaðamann Víkurfrétta og er hægt að hlusta á samtalið í spilaranum hér að neðan.

Kristján á æfingu í Grindavíkurkirkju, næstu æfingar fara fram í tollahúsinu.
Á jólatónleikunum í fyrra var jólaplatan Hátíð fer að höndum ein, flutt en nú mun Mariah Carey eiga sviðið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024