Jólasýningin tvisvar fyrir fullu húsi
Jólasýning Fimleikadeildar Keflavíkur var sýnd tvisvar í gærdag fyrir fullu húsi. Mikið er lagt í árlega jólasýningu deildarinnar þar sem allir iðkendur fimleika í Reykjanesbæ koma fram á nokkurs konar uppskeruhátíð.
Það voru systurnar Hildur og Bryndís Jóna Magnúsdætur sem eiga veg og vanda að sýningunni í ár, en fjölmargir aðrir lögðu hönd á plóg til að gera jólasýninguna sem glæsilegasta.
Víkurfréttir tóku sýninguna upp á myndband og verða brot úr sýningunni sýnd í Sjónvarpi Víkurfrétta á kapalkerfinu í Reykjanesbæ um jólin. Einnig verða myndbrot úr jólasýningunni sett inn á vef Víkurfrétta á næstu dögum.
Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson