Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jólasveinar frá SBK heimsækja leikskólakrakka
Mánudagur 13. desember 2004 kl. 10:30

Jólasveinar frá SBK heimsækja leikskólakrakka

Krakkarnir á leikskólanum Holti voru heldur betur ánægð með heimsóknina sem þau fengu í morgun. Rúta frá SBK í fullum jólaskrúða kom við á leikskólanum með nokkra jólasveina innanborðs og buðu þeir öllum krökkunum í bíltúr um Reykjanesbæ að skoða jólaljósin.


„Þetta er í fyrsta skipti sem við tökum upp á þessu en við höfðum þó hugsað um þetta í nokkur ár en ekkert orðið af þessu fyrr en nú,“ sagði Einar Steinþórsson, framkvæmdastjóri SBK, í samtali við Víkurfréttir.

Rútan frá SBK mun heimsækja alla leikskóla í Reykjanesbæ á næstu dögum og bjóða þeim í bíltúr um Reykjanesbæ. Krakkarnir á leikskólum Reykjanesbæjar meta þetta framtak SBK manna til mikils ef marka má gleðisvip þeirra sem voru á leikskólanum Holti í morgun.


Myndin: Krakkarnir voru yfir sig ánægð með heimsókn jólasveinanna frá SBK í morgun. VF-myndin: Atli Már Gylfason

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024