Jólastrákur á HSS
Jólabarn fæddist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í hádeginu á þriðja í jólum, 27. desember. Foreldrar barnsins, sem er drengur, eru þau Marín Ásta Hjartardóttir og Valdimar Kristinn Kristjánsson. Jóladrengurinn var 53 sm., 4030 kg. og 16 merkur. Hann er þriðja barn þeirra hjóna en fyrir eiga þau Diljá Rós Valdimarsdóttur, fjögurra ára, og Hjört Aron Valdimarsson, þriggja ára.