Jólastemmning í Leifsstöð
Í gærkvöldi var haldið jólaball í nýjum innritunarsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar fyrir starfsfólk fyrirtækja í stöðinni. Yfir 500 manns, starfsfólk og börn þeirra, komu á ballið sem heppnaðist einstaklega vel.
Sigga Beinteins og Grétar Örvars héldu uppi fjörinu á ballinu og Birgitta Haukdal kom í heimsókn og söng nokkur lög. Skyrgámur kíkti líka á fjörið ásamt bræðrum sínum sem voru hressir og kátir að vanda.
Á heimasíðu FLE sagði Sóley Ragnarsdóttir, forstöðumaður starfsþróunarsviðs, að mæting á ballið hafi farið fram úr björtustu vonum, en allir hafi skemmt sér mjög vel.
Mynd 1/FLE. VF-myndir 2 og 3/ Þorgils Jónsson.