Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jólaseríu og jólabjór stolið
Þriðjudagur 20. desember 2016 kl. 13:20

Jólaseríu og jólabjór stolið

Lögreglan á Suðurnesjum fékk um síðustu helgi tilkynningu um stuld á 45 metra langri jólaseríu. Eigandi seríunnar hafði skreytt tré á lóð sinni með henni en hún var horfin að morgni. Þá hurfu tveir kassar af jólabjór af palli við íbúðarhús í umdæminu, einnig um helgina. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að leiða megi líkur að því að þarna hafi verið á ferðinni óprúttnir aðilar sem hafi viljað auðvelda sér jólaundirbúninginn á kostað annarra, sem sé hreint ekki til fyrirmyndar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024