Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Jólamatarkarfan ódýrust fyrir appvini Nettó 
Laugardagur 17. desember 2022 kl. 11:40

Jólamatarkarfan ódýrust fyrir appvini Nettó 

Vildarkerfi Samkaupa veitir viðskiptavinum 2% afslátt af innkaupum. Verðbólguviðbragð Nettó samhliða afsláttarkjörum í appi skila viðskiptavinum Nettó ódýrustu jólakörfunni. 

Samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ sem birt var í vikunni kemur í ljós að þeir 52.000 vildarvinir Samkaupa sem nýta sér Samkaupa-appið gera bestu kaupin fyrir jólin í ár. Sé miðað við innkaupakörfu ASÍ fyrir jólin sést að nýti viðskiptavinir sér Samkaupa-appið sem öllum stendur til boða, fá þeir 2% afslátt af kaupunum og þar með er karfan ódýrust í verslunum Nettó séu niðurstöður ASÍ skoðaðar. 

„Við höfum lagt okkur fram um að mæta viðskiptavinum okkar eftir fremsta megni og fórum af stað í gagngert verðbólguviðbragði í haust þar sem verð af okkar innflutningi var lækkað um 10%. Samkaup hefur ítrekað þrýst á birgja og stjórnvöld að láta til sín taka er kemur að því að sporna gegn þeim hækkunum sem smitast hafa út í verðlag á Íslandi undanfarna mánuði án teljandi viðbragða. En þetta viðbragð okkar hefur sannarlega skilað sér til viðskiptavina og það sáum við vel í síðustu verðlagskönnun ASÍ og það er að skila sér aftur  í þessum tölum sem við sjáum í nýjustu könnun ASÍ. Þegar viðskiptavinir nýta sér þau vildarkjör sem bjóðast með notkun appsins erum við á pari við og lægri í mörgum tilfellum en okkar helstu samkeppnisaðilar,” segir Heiðar Róbert Birnuson, rekstrarstjóri Nettó. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samkaupa-appið var sett í loftið fyrir tæpu einu og hálfu ári og tókst á aðeins sex mánuðum að verða meðal stærstu vildarkerfa landsins. Síðan hefur notendum fjölgað gífurlega og eru nú yfir 52.000 talsins svo hæglega má áætla að um sé að ræða stærsta vildarkerfi sinnar tegundar hérlendis.