Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jólalukka VF: Veglegir vinningar í pottinum
Mánudagur 18. desember 2006 kl. 16:42

Jólalukka VF: Veglegir vinningar í pottinum

Vinningar í Jólalukkuleik Víkurfrétta eru þessa dagana að skila sér í hendur heppinna viðskiptavina sem gera jólainnkaupin á Suðurnesjum. Alls voru 5100 vinningar í pottinum og þar af 16 Evrópuferðir með Icelandair. Ingibjörg Jónsdóttir var svo heppin að hljóta eina slíka á miða sem hún fékk í versluninni Persónu og kom hún að vitja vinningsins í dag á skrifstofu Víkurfrétta, þar sem meðfylgjandi mynd var tekin.

Fjölmargir vinningar, stórir sem smáir, eru enn í pottinum, s.s. glæsilegur sófi frá Bústoð, veglegt gasgrill frá Kaskó og fullkominn fartölva frá Tölvulistanum.

Mynd: Ingibjörg Jónsdóttir tekur við vinningnum af Aldísi Jónsdóttur í dag. VF-mynd: elg
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024