Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jólalukka VF í tuttugasta sinn í 20 verslunum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 1. desember 2021 kl. 17:01

Jólalukka VF í tuttugasta sinn í 20 verslunum

65“ LG UHD sjónvarpstæki, 100 þúsund króna gjafabréf í Nettó, gisting á Dimond Suites og gjafabréf í verslunum eru meðal þúsunda vinninga.

Tuttugu verslanir og þjónustuaðilar á Suðurnesjum eru með í Jólalukku Víkurfrétta 2021 sem hófst 1. desember en þetta er í tuttuguasta skipti sem Víkurfréttir standa fyrir þessum vinsæla skafmiðaleik í samvinnu við verslanir og þjónustuaðila í desember. 

Sex þúsund vinningar eru í Jólalukkunni en auk þess verða glæsilegir vinningar dregnir út þrisvar sinnum í desember, m.a. þrjú 60“ LG UHD sjónvörp, tvö 100 þúsund króna gjafabréf, þrjú 50 þúsund og átján 15 þúsund króna gjafabréf í Nettó. Þá verður dreginn út hótelgisting og kvöldverður fyrir tvo á Dimond Suites á Hótel Keflavík en það var fyrsta fimm stjörnu hótelið á Íslandi. Þá eru líka hótelgistingar frá Íslandshótelum í vinning, háþrýstidæla frá Múrbúðinni og jólakonfekt frá Nóa/Síríus og Nettó. Margir veglegir vinningar eru á sex þúsund skafmiðum, m.a. gjafabréf frá Bláa lóninu og Retreat lúxus spa, gjafabréf frá fjölda veitingastaða í Reykjanesbæ, vinsælustu jólabækurnar í ár, jólamatur, fimmtíu átta þúsund króna gjafabréf frá tuttugu verslunum og margt, margt fleira. Vinningar eru frá yfir fimmtíu fyrirtækjum og aðilum á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jólalukkan hefst 1. desember en í þessum vinsæla jólaleik sem gengur út á það að fyrir 6.000 kr. viðskipti fæst afhentur skafmiði í tuttugu verslunum á Suðurnesjum. 

Útdrættir verða þrisvar í desember og er fólk hvatt til að fara með skafmiða með engum vinningi í kassa sem eru í verslunum Nettó í Reykjanesbæ og Grindavík. Nöfn vinningshafa verða birt í Víkur-fréttum og á vf.is.