Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jólaljósin á Kristiansand-trénu tendruð í dag
Laugardagur 6. desember 2008 kl. 13:00

Jólaljósin á Kristiansand-trénu tendruð í dag




Ljósin á jólatrénu frá Kristiansand verða tendruð á Tjarnargötutorgi í Reykjanesbæ í dag kl. 18. Blásarasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar mun leika fyrir gesti og barnakórar Holtaskóla og Heiðarskóla syngja. Þá mun Thomas Lid Ball, ritari norska sendiráðsins, afhenda jólatréð sem er gjöf rá Kristiansand, sem er vinabær Reykjanesbæjar.

Það kemur síðan í hlut Viktors Inga Matthíassonar í 6. bekk Heiðarskóla að kveikja jólaljósin í ár.

Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar mun ávarpa samkomuna og Herdís Egilsdóttir, höfundur barnabókanna um Siggu og skessuna í fjallinu, mun afhenda viðurkenningar fyrir teikningar og bréf sem bárust á Barnahátíðinni í Reykjanesbæ. Jólasveinar munu koma í heimsókn og bregða á leik með börnunum.

Þá verður boðið upp á heitt kakó og piparkökur í umsjón foreldrafélags Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024