Jólaljósin á jólatré Sandgerðinga við Grunnskóla Sandgerðis verða tendruð á morgun, miðvikudag. Athöfnin verður við grunnskólann kl. 17:00. Að vanda mæta jólasveinar á svæðið og fastlega má gera ráð fyrir heitu súkkulaði og piparkökum.