Jólalegar Víkurfréttir komnar á vefinn
Þær eru jólalegar Víkurfréttirnar sem nú eru á leið inn um lúgur á Suðurnesjum. Blaðið er komið á vefinn og má nálgast það hérna fyrir neðan. Í blaðinu kennir ýmissa grasa. Þar á meðal er viðtal við Guðna Kjartansson, fyrrum íþróttakennara og knattspyrnugoðsögn. Kappinn fagnaði sjötugsafmælinu á dögunum og hlakkar til að setjast helgan stein. Þá er kíkt á ungan bakara sem búinn er að baka heilt piparkökuhúsaþorp og við fræðumst um það hvernig fólk sem aðhyllist vegan-lífsstíl matreiðir jólamatinn. Þetta og hártískan, gamalt glæsilegt hús við Íshússtíg í Reykjanesbæ og margt, margt fleira í hnausþykkum jóla-Víkurfréttum.
Blaðið er hér fyrir neðan í tveimur hlutum: