Jólahús Sandgerðisbæjar valin
Bogabraut 6 og Hlíðargata 44 í Sandgerði eru Jólahús Sandgerðisbæjar að mati Ferða- og menningarmálaráðs Sandgerðisbæjar sem valdi Jólahús 2004. Ráðið afhenti eigendum húsanna viðurkenningu í Fræðasetrinu 21. desember s.l. að viðstöddum bæjarfulltrúum.
Margar tilnefningar bárust ráðinu. Formaður ráðsins afhenti eigendum þeirra viðurkenningu, rostunginn í jólabúningi, grip smíðaðan úr látúni af honum sjálfum en teiknaðan af skólastjóra Grunnskólans.
Ljósmyndir: Reynir Sveinsson