Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jólahús Reykjanesbæjar 2022 að Heiðarbóli 10
Föstudagur 6. janúar 2023 kl. 06:08

Jólahús Reykjanesbæjar 2022 að Heiðarbóli 10

Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar útnefndi á dögunum jólahús Reykjanesbæjar árið 2022 úr tilnefningum sem bárust frá bæjarbúum. Að þessu sinni var það Heiðarból 10 sem hlaut nafnbótina og eru eigendur hússins þau Magnús Ingi Jónsson og Helga Jónína Guðmundsdóttir. Fyrir nafnbótina afhendi Birgitta Rún Birgisdóttir, fyrir hönd menningar- og atvinnuráðs, þeim viðurkenningu frá Reykjanesbæ sem og gjafabréf frá Húsasmiðjunni í Aðventugarðinum á Þorláksmessu.

„Þar sem bærinn okkar stækkar stöðugt geta glæsilegar jólaskreytingarnar leynst víða og því fannst okkur tilvalið að smella í laufléttan jólaleik þar sem íbúar gátu komið með tillögur að jólahúsi Reykjanesbæjar. Súlan verkefnastofa setti leikinn á laggirnar og var hann fyrst og fremst hugsaður til skemmtunar og til að vekja athygli á því sem vel er gert hjá íbúum Reykjanesbæjar. Ráðið vill hrósa íbúum fyrir augljósan metnað þegar kemur að jólaskreytingum og þakkar þeim sem sendu inn tilnefningar en þær voru fjölmargar og átti ráðið fullt í fangi með að keyra um bæinn og taka út stórglæsileg jólahús,“ segir á síðu Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024