Jólaglugginn 2004
Verslunin Persóna fékk verðlaun fyrir fallegasta jólagluggann í ár en viðurkenningu fyrir nafnbótina veitti Menningar-, íþrótta og tómstundaráð Reykjanesbæjar í samstarfi við Hitaveitu Suðurnesja. Viðurkenningarnar voru veittar við hátíðlega athöfn í Duus húsum í gær.
Gleraugnaverslun Keflavíkur var í öðru sæti yfir fallegasta jólagluggann og Hárgreiðslustofan Elegans fékk viðurkenningu fyrir þriðja sæti.
Myndin: Jólagluggi Persónu skartar sínu fegursta í skammdeginu VF-myndin: Atli Már