Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jólagleði í Stapa
Þriðjudagur 23. nóvember 2004 kl. 21:34

Jólagleði í Stapa

Hin árlega jólagleði fyrir eldri borgara verður haldin í Stapa sunnudaginn 28. nóvember kl 15:00. Það eru Kvenfélag Keflavíkur og Tómstundastarf eldri borgara í Reykjanesbæ sem standa fyrir þessari skemmtun. Sparisjóðurinn mun kaupa upp alla miðana á skemmtunina og bjóða síðan eldri borgurum bæjarins til hlaðborðs.

Vonast er til að sem flestir eldri borgarar sjái sér fært að mæta og eiga góða stund á þessum fyrsta degi aðventu. Að venju verða kvenfélagskonur með glæsilegt hlaðborð, boðið verður upp á hin ýmsu skemmtiatriði og í lokin verður dansað.

Frá þessu er greint á vefsíðu Reykjanesbæjar

VF-mynd/ frá aðventuhátíðinni í Stapa fyrir ári

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024