Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 4. desember 1998 kl. 09:44

JÓLAFJÖRIÐ AÐ BYRJA

Markaðsráð Reykjanesbæjar stendur fyrir JÓLADÖGUM í Reykjanesbæ í desember eins og gert var í fyrra. Meðal nýjunga nú er jólamarkaður í Duus-húsunum í Keflavík sem opinn verður allar helgar í desember og einnig síðustu 3 dagana fyrir jól. Dagskrá Jóladaga hefst um helgina. Jólamarkaðurinn í Duus opnar á laugardag kl. 13 og verður opinn til 18 og einnig á sunnudag. Á markaðinum verða um tuttugu aðilar með ýmsan varning til sölu og má búast við „jóla-Kolaportsstemmningu“ á Duus torfunni um helgina. Fyrsti jólasveinninn mun kíkja af þessu tilefni til byggða. Þá mun Kvennakór Suðurnesja syngja jólalög og harmonikkuleikarar þenja hljóðfæri sín. Öll dagskrá Jóladaga er að finna í Jólahandbók Víkurfrétta sem fylgir blaðinu í dag. Á laugardag 5. des. verður einnig jóla-handverksmarkaður í Kjarna kl. 10-18. Þar verða ýmsar vörur til sölu og jólastemmningin í algleymingi. Um helgina verður opið í öllum verslunum bæði laugardag og sunnudag til kl. 18 og á laugardag verður kveikt á jólatrjám sem vinabæirnir hafa fært Reykjanesbæ. Það má því segja að jólastemmningin komi með fullum þunga um helgina.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024