Jóladagskrá í Sjónvarpi Víkurfrétta
Myndarleg jóladagskrá er nú í Sjónvarpi Víkurfrétta sem sent er út á Kapalkerfinu í Reykjanesbæ. Þar er að finna ítarlegt viðtal við Ólaf Björnsson, fyrrum skipsstjóra og útgerðarmann í Keflavík. Einnig er matreiðsluþáttur þar sem Axel Jónsson ofnsteikir hangiframpart. Jólafimleikasýning Fimleikadeildar Keflavíkur er í dagskránni og einnig ferðasaga fréttamanns Víkurfrétta sem fór í Eldey með ævintýramönnum til að setja upp myndavél þar sem fylgst verður með súlubyggðinni.
Í morgun voru vandræði með hljóð í útsendingunni - því hefur nú verið komið í lag!
Efnið sem sent er út í Sjónvarpi Víkurfrétt á kapalkerfinu í Reykjanesbæ verður gert aðgengilegt hér á vf.is um jólin. Þá verða einnig birtar uppskriftir sem stuðst er við í matreiðsluþætti Axels Jónssonar.
Það verða því áhugaverð jól hér á vf.is
Mynd að ofan: Axel Jónsson er með matreiðsluþátt í Sjónvarpi Víkurfrétta.
Myndavélarhúsi komið fyrir í Eldey svo súlubyggðin komist í beina útsendingu til heimsbyggðarinnar.
Ólafur Björnsson er í ítarlegu viðtali í Sjónvarpi Víkurfrétta á kapalkerfinu í Reykjanesbæ.