Jóladagskrá á Nesvöllum
Nesvellir hafa klæðst glæsilegum jólabúningi, enda er fjölbreytt jóladagskrá fyrirhuguð vikuna 15.-19. desember. Þar verður tekið á móti gestum frá Höfuðborgarsvæðinu sem kemur í bæinn og skoðar jólaljósin, boðið verður upp á jólamat, jólabingó, tónlist og dans og jólahugvekja verður á föstudag. Nánari dagskrá má finna á www.nesvellir.is. Allir eru velkomnir á Nesvelli og er fólk hvatt til að taka með sér gesti.