Jóladagar gengu fram úr björtustu vonum
"Jóladagarnir gengu fram úr björtustu vonum en um 700 manns nýttu sér tilboðið og gistu hjá okkur í desember", sagði Steinþór Jónsson hótelstjóri á Hótel Keflavík þegar Víkurfréttir spurðu hann út í það hvernig framtakið "Jóladagar í Reykjanesbæ" hafi gengið. Eins og árið áður bauð Hótel Keflavík upp á fría gistingu í desember fyrir þá er komu í Reykjanesbæ og gerðu jólagjafainnkaupin hér í bæ."Flestir gestanna voru af höfuðborgarsvæðinu en annars fengum við gesti allstaðar frá, bæði frá nágrannabyggðarlögum á Reykjanesi svo og út af landi". Steinþór sagði að það hefði verið gaman að sjá hve gestirnir hefðu verið ánægðir með þessa uppákomu og hefðu flestir verið að versla fyrir mikið hærri upphæðir en þurfti. "Við sáum að nokkur hjón höfðu keypt vörur fyrir allt þrjúhundruð þúsund krónur en aðrir voru svona á
bilinu 20.000 - 100.000kr".
Aðspurður um viðbrögð gestanna við þessu tilboði sagði Steinþór þau hafa verið mjög góð. "Á hótelherbergjum erum við með spurningarlista um hvernig gestum líkar þjónustan og var gaman að lesa viðbrögð gesta í desember. Starfsfólk hótelsins er sammála um að vinna í desember hafi verið sérstaklega skemmtileg enda allir gestirnir ánægðir með framtakið og vildu koma því vel til skila. Athugasemdir eins og frábært framtak, skemmtileg samstaða, frábært að versla, góð þjónusta og rólegheit voru algeng viðbrögð hótelgesta við hótelinu og þjónustulund afgreiðslufólks í verslunum bæjarins. Sumir vildu meina að við ættum að vera stolt af okkar verslun og þjónustu og vitnuðu þá til þeirrar aðstöðu og samstöðuleysis í sínum heimabæ en aðrir nefndu hve gott væri að versla í svona stresslausu umhverfi. Við fengum enga kvörtun yfir vöruúrvali, verði né öðru slíku", sagði Steinþór.
Almenn ánægja var hjá verslunareigendum í Reykjanesbæ með tilboð Hótels Keflavíkur. Var það mál manna að viðskiptavinirnir hefðu einnig verið mjög ánægðir og talað um hve þægilegt væri væri að versla í bænum. Semsagt allir á eitt sáttir við þetta frábæra framtak!
bilinu 20.000 - 100.000kr".
Aðspurður um viðbrögð gestanna við þessu tilboði sagði Steinþór þau hafa verið mjög góð. "Á hótelherbergjum erum við með spurningarlista um hvernig gestum líkar þjónustan og var gaman að lesa viðbrögð gesta í desember. Starfsfólk hótelsins er sammála um að vinna í desember hafi verið sérstaklega skemmtileg enda allir gestirnir ánægðir með framtakið og vildu koma því vel til skila. Athugasemdir eins og frábært framtak, skemmtileg samstaða, frábært að versla, góð þjónusta og rólegheit voru algeng viðbrögð hótelgesta við hótelinu og þjónustulund afgreiðslufólks í verslunum bæjarins. Sumir vildu meina að við ættum að vera stolt af okkar verslun og þjónustu og vitnuðu þá til þeirrar aðstöðu og samstöðuleysis í sínum heimabæ en aðrir nefndu hve gott væri að versla í svona stresslausu umhverfi. Við fengum enga kvörtun yfir vöruúrvali, verði né öðru slíku", sagði Steinþór.
Almenn ánægja var hjá verslunareigendum í Reykjanesbæ með tilboð Hótels Keflavíkur. Var það mál manna að viðskiptavinirnir hefðu einnig verið mjög ánægðir og talað um hve þægilegt væri væri að versla í bænum. Semsagt allir á eitt sáttir við þetta frábæra framtak!