Jólabarnið kom á jóladag
Jólabarn Suðurnesja í ár er stelpa fædd á jóladag þann 25. desember kl. 16:22. Hún var 2500gr. eða 10 merkur og 47 cm. Foreldrar hennar eru Bergný Th. Baldursdóttir og Hjalti Parelius en þau eru bæði frá Keflavík.
„Þetta gekk eins og í sögu,“ sagði Hjalti en þetta er þeirra fyrsta barn saman. Hjalti á tvo stráka úr fyrra sambandi og voru þeir mjög stoltir af litlu systur að sögn Hjalta.
VF-Myndir/siggijóns
Hjalti og Bergný í skýjunum með litlu stelpuna.