Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jólabarnið kom á jóladag
Mánudagur 27. desember 2010 kl. 12:14

Jólabarnið kom á jóladag

Jólabarn Suðurnesja í ár er stelpa fædd á jóladag þann 25. desember kl. 16:22. Hún var 2500gr. eða 10 merkur og 47 cm. Foreldrar hennar eru Bergný Th. Baldursdóttir og Hjalti Parelius en þau eru bæði frá Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Þetta gekk eins og í sögu,“ sagði Hjalti en þetta er þeirra fyrsta barn saman. Hjalti á tvo stráka úr fyrra sambandi og voru þeir mjög stoltir af litlu systur að sögn Hjalta.

VF-Myndir/siggijóns

Hjalti og Bergný í skýjunum með litlu stelpuna.