Jólabarnið fæddist 29. desember
Jólabarnið á Suðurnesjum fæddist 29. desember og kom því heldur seint þetta árið en ekkert barn fæddist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja yfir helstu hátíðardagana. Barnið, sem er stúlka, var 3.334 grömm að þyngd og 49 sentimetra löng við fæðingu. Móðir er Sofia Karagianni og faðir Georgios Kypritidis. Ljósmæður voru þær Rebekka Jóhannesdóttir og Margrét Knútsdóttir.