Jólabarnið er drengur
Jólabarn Suðurnesja árið 2000 er drengur fæddur á aðfaranótt 27. desember kl. 3:40. Hann var 3855 gr. við fæðingu og 52 sentimetrar. Foreldrar hans eru Þórdís Daníelsdóttir og Grétar Valur Schmidt en þau eru bæði úr Grindavík. Móður og syni heilsast vel.
Þegar blaðamaður VF leit við á fæðingardeildinni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja var öll fjölskyldan þar samankomin en jóladrengurinn á tvö eldri systkini, Söndru Ýr Grétarsdóttur 8 ára og Daníel Leó Grétarsson 5 ára. Það fór ekki fram hjá neinum að þau voru stolt af litla bróður sem var drifinn í jólasveinabúning fyrir myndatökuna. Að sögn móðurinnar gekk fæðingin mjög vel, en hún tók aðeins tvo tíma eftir að hún kom á sjúkrahúsið.
Þegar blaðamaður VF leit við á fæðingardeildinni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja var öll fjölskyldan þar samankomin en jóladrengurinn á tvö eldri systkini, Söndru Ýr Grétarsdóttur 8 ára og Daníel Leó Grétarsson 5 ára. Það fór ekki fram hjá neinum að þau voru stolt af litla bróður sem var drifinn í jólasveinabúning fyrir myndatökuna. Að sögn móðurinnar gekk fæðingin mjög vel, en hún tók aðeins tvo tíma eftir að hún kom á sjúkrahúsið.