Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jólaaðstoð félagasamtaka í Grindavík
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 2. desember 2022 kl. 08:40

Jólaaðstoð félagasamtaka í Grindavík

Neyðaraðstoð Kvenfélags Grindavíkur, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, Lionsklúbbs Grindavíkur, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Grindavíkurkirkju fer fram í ár eins og síðustu ár fyrir þá sem lítið fé hafa handa á milli um jólin. 

Hægt er að sækja um úthlutun frá fimmtudeginum 17. nóvember til og með sunnudags 12. desember nk. 

Umsóknum er skilað inn til Grindavíkurkirkju virka daga frá kl. 9:00 - 12:00 einnig hægt að nálgast umsóknir í kirkjunni. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Úthlutun fer fram miðvikudaginn 14. desember.

Líka er hægt að skila umsóknunum inn um lúgu kirkjunnar sem er norðan megin ( í átt að Austurvegi.) Nánar má lesa um jólaaðstoðina á vef Grindavíkurbæjar.