Jólaaðstoð félagasamtaka í Grindavík
Neyðaraðstoð Kvenfélags Grindavíkur, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, Lionsklúbbs Grindavíkur, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Grindavíkurkirkju fer fram í ár eins og síðustu ár fyrir þá sem lítið fé hafa handa á milli um jólin.
Hægt er að sækja um úthlutun með því að leggja fram umsókn í Grindavíkurkirkju virka daga á milli kl. 09:00 og 12:00 frá og með 24. nóvember til og með 7. desember næstkomandi. Umsóknarformið má finna í tengli á vef Grindavíkurbæjar.