Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jói sáttur við frammistöðuna á ÓL
Fimmtudagur 23. september 2004 kl. 10:15

Jói sáttur við frammistöðuna á ÓL

Jóhann Rúnar Kristjánsson féll úr leik í 16-manna úrslitum borðtenniskeppninnar á Ólympíumóti fatlaðra sem fer fram í Aþenu.

Jóhann var í flokki með þremur afar sterkum leikmönnum og beið lægri hlut í öllum viðureignunum. Leikirnir voru þó margir tvísýnir og stóð hann verulega í síðasta andstæðingi sínum, Kim frá Kóreu, sem varð Ólympíumeistari í Sidney 2000.

„Það er varla hægt að lýsa því hvernig er að vera staddur hér,“ sagði Jói í samtali við Víkurfréttir og var hreint ekki vonsvikinn. „Við erum mjög sáttir við frammistöðuna hjá mér. Þetta er allsvaðaleg reynsla sem ég var að leggja inn í reynslubankann og nú horfi ég til framtíðarinnar. Evrópumótið er á næsta ári  og HM 2006 og svo eru það næstu Ólympíuleikar sem verða í Peking 2008,“ sagði Jói hvergi banginn.

Dagskráin hjá Jóa snýst nú um að fylgjast með félögum sínum, Kristínu Rós Hákonardóttur, sunddrottningu og Jóni Oddi Halldórssyni, spretthlaupara, sem eru að gera frábæra hluti á mótinu og styðja þá með ráðum og dáð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024