Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jóhannes Kristbjörnsson í 2. sæti Viðreisnar
Jóhannes Albert Kristbjörnsson, lögfræðingur úr Reykjanesbæ, mun skipa 2. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Mynd af fésbókarsíðu Jóhannesar.
Þriðjudagur 20. september 2016 kl. 21:16

Jóhannes Kristbjörnsson í 2. sæti Viðreisnar

Jóhannes Albert Kristbjörnsson, lögfræðingur úr Reykjanesbæ, mun skipa annað sæti á framboðslista Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Þetta hafa Víkurfréttir eftir áreiðanlegum heimildum. Framboðslisti Viðreisnar í kjördæminu liggur fyrir en verður ekki kynntur fyrr en síðar í vikunni.

Samkvæmt sömu heimildum þá skipar Jóna Sólveig Elínardóttir fyrsta sæti lista Viðreisnar. Hún er frá Vík í Mýrdal. Þriðja sætið skipar svo Ingunn Guðmundsdóttir frá Selfossi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024