Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jóhann ráðinn forstöðumaður íþróttamannvirkja Grindavíkur
Þriðjudagur 24. mars 2020 kl. 07:17

Jóhann ráðinn forstöðumaður íþróttamannvirkja Grindavíkur

Jóhann Árni Ólafsson hefur verið ráðinn forstöðumaður íþróttamannvirkja Grindavíkurbæjar og mun hann taka við starfinu af Hermanni Guðmundssyni í sumar. Jóhann Árni er með BS gráðu í íþróttafræðum frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá sama skóla.

Undanfarin ár hefur hann verið forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Þrumunnar auk þess að gegna starfi yfirþjálfara yngri flokka körfuknattleiksdeildar UMFG og meistaraflokks kvenna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024