Jóhann hættur við að hætta
Ný atburðarás er tekin að myndast í málefnum lögreglunnar á Suðurnesjum því nú berast fregnir af því að Jóhann R. Benediktsson, sem hugðist segja upp starfi lögreglustjóra, hafi séð sig um hönd. Hann muni því vinna að lausn á þeirri erfiðu stöðu sem komin er upp.
Þá samþykkti forsætisnefnd Alþingis, á fundi sínum í dag, að fela Ríkisendurskoðun að gera úttekt á rekstri lögregluembættisins síðustu 16 mánuði, eða frá því að lögregluembættin á Suðurnesjum voru sameinuð undir einn hatt.
Kristinn H. Gunnarsson, fulltrúi Frjálslyndra í forsætisnefnd, lagði tillöguna fram, en von Frjálslyndra stendur til þess að ákvörðun um uppskiptingu lögregluembættisins verði frestað þar til skýrsla Ríkisendurskoðunar liggur fyrir.
Heimild: Vísir.is