Jóhann Geirdal sigurvegari í prófkjöri Samfylkingarinnar
Jóhann Geirdal er sigurvegari í prófkjöri Samfylkingarinnar sem fram fór í Reykjanesbæ í dag. Hann hlaut flest atvæði í fyrsta sætið. Ólafur Thordersen varð í 2. sæti og Guðbrandur Einarsson í því þriðja. Skúli Thoroddsen, sem stefndi á fyrsta sætið ásamt þeim Jóhanni Geirdal og Guðbrandi Einarssyni, hafnaði í sjöunda sæti.Í fjórða sæti hafnaði Sveindís Valdimarsdóttir og fimmti varð Eysteinn Eyjólfsson. Friðrik Ragnarsson varð sjötti og Skúli Thoroddsen sjöundi. Þá hafnaði Agnar Breiðfjörð í áttunda sæti.
Fimm efstu sætin í prófkjörinu eru bindandi.
Fimm efstu sætin í prófkjörinu eru bindandi.