Jóhann G. látinn
Jóhann G. Jóhannsson er látinn, 66 ára að aldri. Jóhann þjáðist af veikindum um nokkurt skeið. Jóhann lætur eftir sig fimm börn, þrettán barnabörn og tvö barnabarnabörn. Jóhann var vinsæll tón- og myndlistarmaður og eftir hann liggja hundruðir laga sem ýmist hann eða aðrir gerðu vinsæl.
Jóhann stofnaði hljómsveitina Óðmenn á sínum tíma en á ferli sínum lék hann með fjölmörgum tónlistarmönnum. Hann var einn þeirra sem komu að stofnun SATT, Samtaka alþýðutónskálda og textahöfunda og síðar FTT, Félags tónskálda og textahöfunda. Hann var heiðursfélagi í FTT. Sem myndlistamaður var Jóhann afkastamikill og hélt hann fjölda sýninga á ferli sínum.
Útförin verður auglýst síðar.
Mynd af Jóhanni frá Rjóminn.is.