Jeppi valt á Hringbraut - vitni óskast
Umferðaróhapp varð á mótum Skólavegar og Hringbrautar rétt fyrir kl. 14 á mánudag með þeim afleiðingum að önnur bifreiðin valt og hin skemmdist töluvert. Annar ökumaðurinn kenndi til í hálsi og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Báðir ökumenn voru í bílbeltum. Fólksbifreiðin var á leið norður Hringbraut og jeppabifreiðin vestur Skólaveg, í átt að Sundmiðstöðinni, þegar þær rákust saman. Báðir ökumenn telja sig hafa farið yfir á grænu ljósi. Sjónvarvottar eru því beðnir um að hafa samband við rannsóknarlögregluna í Keflavík í síma 421-5500.