Jeppi valt á Grindavíkurvegi
Bílvelta varð á Grindavíkurvegi nálægt gatnamótum Reykjanesbrautar undir kvöld. Einn var fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík til skoðunar en reyndist ekki alvarlega slasaður.Tilkynning barst um slysið kl. 18:45 og voru bæði lögregla og sjúkrabíll send á staðinn. Jeppi hafði oltið út af veginum en mikil hálka var á þessum slóðum að sögn lögreglu. Bifreiðin er ónýt eftir veltuna en engin alvarleg slys urðu á fólki.