Jeppi gjöreyðilagðist í eldi
Erill hefur verið hjá slökkviliði Brunavarna Suðurnesja í dag. Nú síðast á tíunda tímanum í kvöld var slökkvilið kallað að brennandi bíl á Stapabraut, innst í Innri Njarðvík.
Þegar lögregla og slökkvilið komu á staðinn var bifreið, Benz jeppi, alelda. Slökkviliðsmenn voru fljótir að ráða niðurlögum eldsins. Víkurfréttir hafa ekki upplýsingar um orsakir eldsins en bíllinn er gjörónýtur eftir atvikið.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi brunans þegar slökkvistarfi var lokið og aðeins beðið eftir dráttarbíl til að fjarlægja brunnið hræ bílsins af vettvangi.