Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jeppi fastur við Vigdísarvelli
Mánudagur 17. september 2007 kl. 14:28

Jeppi fastur við Vigdísarvelli

Björgunarsveitin Þorbjörn frá Grindavík var kölluð út laust eftir klukkan 21 á laugardagskvöldið vegna 38" breytts bíls sem sat fastur í drullu við Vigdísarvelli. Farið var fljótlega eftir að boð komu til þess að kanna aðstæður en þegar að var komið sat bíllinn með öll hjól á kafi í drullu úti í miðjum mýrarpytti. Ákveðið var að fresta aðgerðum í samráði við lögreglu þangað til að bjart væri orðið daginn eftir vegna aðstæðna á svæðinu auk þess sem að um utanvegaakstur var að ræða. Upp úr hádegi á sunnudeginum var svo fóru björgunarsveitarmenn ásamt lögreglu á staðinn með meira af búnaði og gekk vel að ná bílnum upp. Frá þessu er greint á vef björgunarsveitarinnar Þorbjörns, www.thorbjorn.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024