Jepparnir sáust við Dúfnanesfell um kl. 17.00 í gær
Kl. 13.06 var staðfest að sést hefur til bílana sem saknað er á hálendinu við Dúfnanesfell um kl. 17.00 í gær. Þá var ætlunin að halda niður á Hveravelli. Öll áhersla er nú að kanna þetta svæði til hlýtar, segir í frétt frá lögreglunni. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið til leitar kl. 12.33. Björgunarsveitir stefna einnig inn á svæðið, en aðstæður eru erfiðar.
Tilkynning barst um tvo Hilux Toyata jeppa sem fóru frá Dalvík kl. 14.00 í gær og ætluðu suður Kjöl og Kaldadal. Eru þrjú ungmenni í bílunum og eru þau frá Keflavík og ætluð þau þangað. Lögreglan á Akureyri, Blönduós, Borgarnesi og Árnessýlsu fóru strax að kanna málið. Björgunarsveitir frá fjórum svæðum fóru til leitar ásamt þyrlu Landhelgisgælsunnar.