Jeppabifreið valt á Reykjanesbraut
Slys átti sér stað á Reykjanesbrautinni rétt fyrir hádegi í dag þegar lítil jeppabifreið valt á Reykjanesbrautinni og endaði á ljósastaur. Ökumaðurinn virðist hafa keyrt útaf vinstra megin á Reykjanesbrautinni og farið aftur upp á veg með þeim afleiðingum að bíllinn valt og endaði á ljósastaur. Ökumaðurinn var einn í bílnum og er nú í skoðun á slysadeildinni í Fossvogi en meiðsl hans eru ekki talin alvarleg.
Myndin: Jeppabifreiðin var töluvert illa farin eftir að hafa endað á staurnum. VF ljósmynd/Atli Már