Játaði þjófnað á miklu magni lyfja úr Apóteki Suðurnesja
Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina karlmann sem játaði við skýrslutöku að hafa brotist inn í Apótek Suðurnesja um þar síðustu helgi og stolið þaðan miklu magni af lyfjum. Var einkum um að ræða ýmsar tegundir verkjalyfja og annarra ávanabindandi lyfja og og er andvirði þess sem stolið var áætlað á fjórða hundrað þúsund krónur. Hafði hann brotið festingu í glugga og komist þannig inn. Hann var með mikið magn lyfja í vörslum sínum þegar lögregla handtók hann.