Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Járnplötur fuku á Vallarheiði
Laugardagur 21. febrúar 2009 kl. 22:45

Járnplötur fuku á Vallarheiði

Járnplötur fuku í dag af byggingu sem verið er að rífa á Vallarheiði. Stór fleki fauk af húsinu í heilu lagi og annað járn var einnig laust á þakinu. Menn voru kallaðir til sem festu þakið niður þannig að það myndi ekki valda tjóni.
Niðurrifi húsanna á að vera lokið fljótlega en niðurrifið hefur tafist vegna þess að meira var af asbest-klæðningu í húsinu en fyrst var talið.

Mynd: Járnplötufleki liggur á öryggisgirðingu umhverfis bygginguna sem verið er að rífa á Vallarheiði.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024