Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 8. mars 2000 kl. 15:49

Járnbraut til Leifsstöðvar hagkvæm

Frumathugun bendir til þess að járnbraut milli Reykjavíkur og Leifsstöðvar gæti borgað sig upp á 25 árum. Málið er þess virði að skoða það nánar segir ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu. Vegagerðin tekur niðurstöðunum þó varlega. Steingrímur Ólafsson, starfsmaður fasteignadeildar Reykjavíkurborgar, hefur nýlega skilað ráðuneytinu og Vegagerðinni skýrslu þar sem gerð er frumathugun á hagkvæmni járnbrautar milli Leifsstöðvar og Reykjavíkur. Hann telur framkvæmdina ótvírætt umhverfisvæna og spara árlega 5 þúsund tonna losun koltvísýrings. Steingrímur telur lagningu járnbrautar á þessum kafla, auk alls búnaðar og lestarvagna, kosta um 6 milljarða króna. Til samanburðar má geta þess að tvöföldun Reykjanesbrautar er talin kosta um 2 milljarða króna. Ferðatími með járnbrautinni yrði 20-25 mínútur í stað 50 mínútna nú á einkabíl, miðað við löglegan ökuhraða. Jón Rögnvaldsson aðstoðarvegamálastjóri sagði að hann teldi hæpið að Vegagerðin gerði mikið við skýrsluna. Hún væri hins vegar ágætt innlegg í umræðuna um samgöngukosti á þessari leið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024