Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jarðýtur, kranabílar og vegheflar grafnir í jörð á Keflavíkurflugvelli
Þriðjudagur 26. september 2006 kl. 11:06

Jarðýtur, kranabílar og vegheflar grafnir í jörð á Keflavíkurflugvelli

Ef grafið verður í jörð á Keflavíkurflugvelli á því svæði sem verktakar höfðu til umráða nærri gömlu sorpeyðingarstöðinni við Hafnaveg kæmi í ljós gríðarleg mengun.

Heimildarmaður Víkurfrétta fullyrðir að þar séu grafin í jörð tæki í hundruðavís. Vinnuvélar eins og jarðýtur, kranabílar og vegheflar hafi verið urðaðar á svæðinu. Olía var ekki tekin af tækjunum, né heldur voru rafgeymar fjarlægðir.

Þá segir heimildarmaður Víkurfrétta að hundruð annarra tækja og bíla hafi farið sömu leið á svæðinu, hafi verið urðuð með olíu og rafgeymum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024