Jarðvegsvinna í frosti
Starfsmenn Nesprýði létu það ekki á sig fá þó svo frost væri í jörðu og talsverð él í gærmorgun. Þeir voru mættir í vinnu eldsnemma og byrjaðir í jarðvegsvinnu við skemmtistaðinn H-38 á Hafnargötu í Reykjanesbæ. Mikil hlýindi í vetur hafa gert það að verkum að hægt hefur verið að vinna við ýmsikonar jarðvegsvinnu og þess háttar sem annars væri ómögulegt í frosti. Þeir hjá Nesprýði létu þó ekki frostið stoppa sig við að klára dagsverkið en búast má við að ekki verði hellulagt fyrr en frost fer úr jörðu. Þess má þó geta að það kemur fyrir að hellulagt sé í frosti og er þá vanalega sjóðandi heitu vatni dælt yfir sandinn sem hellurnar fara jafnt og þétt.
Mynd: Eins og sjá má á þessari mynd var mjög kuldalegt í gærmorgun þegar starfsmenn Nesprýði voru við vinnu sína.
Mynd: Eins og sjá má á þessari mynd var mjög kuldalegt í gærmorgun þegar starfsmenn Nesprýði voru við vinnu sína.