Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jarðvegsframkvæmdir vegna byggingu bókasafns og tónlistarskóla
Laugardagur 15. júní 2013 kl. 07:18

Jarðvegsframkvæmdir vegna byggingu bókasafns og tónlistarskóla

Jarðvegsframkvæmdir eru hafnar við grunnskólann við Ásabraut í Grindavík þar sem rísa mun bókasafn og tónlistarskóli þar sem áður var gamli íþróttasalurinn. Talsvert þarf að grafa en í kjallara verða tæknirými og geymslur fyrir grunnskólann, bókasafnið og tónlistarskólann.

Á 1. hæð verður bókasafn. Gert er ráð fyrir að á bókasafninu verði góð vinnuaðstaða fyrir gesti, skrifstofa, gott lestrarherbergi og starfsmannaaðstaða. Á safninu verður verkum Guðbergs Bergssonar gerð góð skil og hægt verður að nálgast öll hans verk á aðgengilegan hátt. Á 2. hæð verður tónlistarskóli. Gert er ráð fyrir að í tónlistarskólanum verði tvær skrifstofur, vinnuaðstaða fyrir kennara, fjórar kennslustofur, hljóðver, ásamt sal sem hægt er að skipta í tvær einingar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024